Búrfellsfréttir.

1. desember 2016.
Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi hefur starfað mikið  fyrir
samfélagið og sérstaklega fyrir börnin allt frá stofnun hans   3. sept  1970. 
Mikil samfélagsþróun hefur mótað störf klúbbanna á þessum árum. Fyrstu áratugina voru eingöngu karlmenn sem sóttu í þetta félagsform, en  sem betur fer eru konur  farnar að koma inn og taka þar til óspiltra málanna við það þjónustustarf sem karlarnir hafa haldið uppi  síðustu hálfa öldina.  Starfandi klúbbar á Íslandi eru 28 karlaklúbbar og 5 kvennaklúbbar. Þeir eru í Reykjavík, Akureyri, Sauðárkróki, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Vaxtarbroddur hreyfingarinnar  er  meðal  áhugasamra kvenna í samfélaginu.  Það væri verðugt verkefni og huglægt viðfangsefni  kvenna á öllum aldri að kynna sér markmið kiwanishreyfingarinnar og störf þeirra sem hafa helgað sig þessu starfi í íslensku samfélagi.    Í stuttu máli er fyrsta markmið okkar eftirfarandi:
Átak upp skal lýst, um það málið snýst.
Börnin fyrst og fremst  framar ekkert kemst.
     Þetta markmið nær  yfir svo mörg verkefni og verður minnst á þau hér á eftir.  En við höfum einnig mjög gaman að gera okkur glaðan dag og  það er alltaf hressandi að koma saman í vinahóp  hálfs mánaðarlega og blanda geði saman.Reiðhjólahjálmarnir til allra 7 ára barnanna

Kiwanisklúbbarnir á Íslandi hafa í áratugi annast um útvegun og dreifingu reiðhjóla hjálma til 7 ára barna.Þetta forvarnarstarf  hófst hjá kiwaniskl. Kaldbak  á Akureyri 1991. Við í Kiwanisklúbbnum Búrfelli á Selfossi tókum þetta verkefni að okkur 1997 og höfum annast það síðan á okkar félagssvæði í 20 ár.
Fyrstu 7 árin öfluðum við fjár til þessa verkefnis, en samstarf við Eimskip hófst 2004 og náði það til allra 7 ára barna á landinu.
Þetta er óskaverkefni  okkar. Í upphafi var Eimskipafélag Íslands  „óskabarn þjóðarinnar“ en nú hefur Eimskip í samvinnu við kiwanishreyfinguna gert þetta verkefni að „óskabarni“ sínu.  Öll 7 ára börnin eru ´“óskabörnin okkar“
Hjálmur þétt um höfuðið  höggum á að varna.
Eimskip veitir verðmætt lið  að verjast slysum barna
.


Litlu iðnaðarmennirnir okkar

          Leikskólinn Jötunheimar sendi okkur beiðni varðandi handverkfæri við föndur  og trésmíði.  Við söfnuðum saman  ýmsum handverkfærum og sendum þeim. Það á eftir að koma í ljós hve mörg barnanna eru að hefja iðnnámið sitt þarna. En mjór er mikill vísir. Það verður gaman að fylgjast með þessari iðnnáms tilraun.


K- dagurinn.

K-dagurinn hefur verið haldinn þriðja eða fjórða hvert ár  síðan 1974 Þar hefur farið fram landssöfnun til hjálpar geðfötluðum einstaklingum. Ég man eftir  þakkarræðu Helga Tómssonar það ár, er honum var tilkynnt söfnunarátakið. Hann sagði að mikils virði væru góðar gjafir, en miklu meira virði væri sú umræða sem fram hefði farið og  dregið úr og/eða stöðvað þann feluleik sem viðgengist gagnvart „dökku börnunum hennar Evu“
Viðtökur allra á Selfossi voru ómetanlegar.  Söfnunin hefur aldrei orðið jafn góð og í haust. Frjálsíþróttadeild UMF Selfoss aðstoðaði okkur mikið. Þegar upp var staðið  gátum við skilað til Umdæmisins 775.500 kr.
Vinnustundir okkar við þessa söfnun reiknaðist 102 klst. Það er ástæða að nafngreina einn félaga okkar Jón Helgason. Hann vann þarna mikið starf og mun hafa lagt mest af mörkum við þetta verkefni.
Kærlegar þakkir vil kynna   kiwanis félaga minna.
Því lykilinn góða   ljúft var að bjóða
og alúð frá  ykkur að finna.
Kiwanishreyfingin styrkir 2 verkefni með sölu á K-lyklinum 2016 
BUGL Barna og unglinga geðdeild Landspítalans og
PIETA Ísland  Nýtt úrræði í sjálfsvígsforvörnum.


Krabbameinsvarnirnar.

Karlmenn og krabbamein  nefndist málþing sem Krabbameinsfélag Árnessýslu  og Kiwanisklúbburinn Búrfell  héldu.  Boðaðir  voru  karlmenn 40 og eldri í Árnessýslu á þennan fræðslu- og kynningarfund, sem haldinn var á Hótel Selfossi 20. mars  2013
Fyrirlesarar voru Óskar Reykdalsson yfirlæknir HSu og Eiríkur Orri Guðmundsson þvagfæraskurðlæknir frá LH. Fjallað var um krabbamein í blöðruhálskirtli út frá mismunandi sjónarhornum.
          Þessu verkefni lýkur aldrei.  Nýlega styrkti klúbburinn Dóróteu Jónsdóttir við útgáfu og dreifingu á bóklinni  „Bleikur barmur“  Bókin fjallar um brjóstakrabbamein. Þar er rætt um sameiginlega reynslu margra kvenna. Bókin er til dreifingar hjá Krabbameinsfélaginu Árnessýslu  á Selfossi.  Ætlast er til að sem flestir nálgist bókina og láti hana ganga á milli heimila


Styrktarfélag klúbbsins Stróks

Kiwanisklúbburinn Búrfell hefur  síðustu 11 árin verið með Skötu- og saltfisksveislu  rétt fyrir jólin.  Veislan er haldin til fjáröflunar fyrir klúbbinn Strók á Suðurlandi.  Fiskbúð Suðurlands er og hefur verið aðal styrktaraðili þessarar veislu með okkur s.l. 11 ár.  Þeim fer fjölgandi sem eru  sólgnir í skötuna okkar  og vilja styðja þetta málefni. Laugardaginn 17. des. n.k. verður veislan kl. 12,00 -14.00 í Eldhúsinu  við Tryggvagötu Allir velkomnir meðan matarbirgðir  endast
Glaðir í salinn sestir   sólgnir í skötuna flestir.
Með fnykilm  af fiski  og flotið á diski
sanna það saddir gestir.

Kíwanisklúbburinn Búrfell.
Hjörtur Þórarinson


Nýr Fundarstaður veturinn 2010.

 

Nýr fundarstaður að Gagnheiði 72 Selfossi, sem við fáum að nota í vetur fyrir félagsmálafundi án þess að greiða fyrir. Þarna er hin besta aðstaða fyrir alla minni fundi, aðstaða er fyrir ca. 20. félaga.
Þeir er vilja koma í heimsókn ættu að hafa samband við einhvern félaga í klúbbnum til að fá leiðarlýsingu á staðinn, Gagnheiðin er slitin í sundur svo það er svolítið snúið að finna staðinn fyrir ókunnuga.

 

 

 

Fráfarandi svæðisstjóri Sögusvæðis

Lt. Governor Saga-Division 4.
2008 – 2009
Stefán B. Jónsson
Vogabraut 1, 780 Höfn
Hs 478-2541 gsm 894-6541
Netfang: stefan@martolvan.is
Kiwanisklúbburinn Ós
Maki: Sigríður S. Kristinsdóttir

 

 

 

 

 


Frá aðalfundi Búrfells og Gullfoss 16. maí ´09 á Hótel Selfossi.

Aðalfundur Búrfells og Gullfoss var haldinn sameiginlega í maí, sennilega í síðasta skifti þar sem Gullfoss mun hætta störfum í vor eftir 24ára farsælt starf.

Sjá hér ljósmyndir frá fundinum ....

 

 Ný vefsíða tekin í notkun 3. maí 2009

Frá Vefstjóra.
Ég tók gömlu vefsíðuna til endurskoðunar og hannaði nýtt umhverfi til að auðvelda mér viðhald á síðunni og til að fríska upp nærri 10 ára gamla síðu sem var smíðuð í Microsoft Frontpage hugbúnaði, en ég er að vinna á Macromedia Dreamweaver sem byggir á annari tækni, ég vona að ykkur líki við uppátækið.
               Kveðja Frímann Grímsson

 

 

 


Heimsókn  Hraunborgar til Búrfells 25. febr. 2009

15 félagar úr Kíwanisklúbbnum Hraunborg, undir forystu
Hans Hafsteinssonar forseta komu í heimsókn ásamt fyrrverandi umdæmisstjóra Gylfa Ingvarsyni  til Búrfells miðvikudaginn   25. febrúar.  Og  héldum við sameiginlegan fund var það fundur 659 hjá Búrfelli og 400 hjá Hraunborg.
Var þetta stuttur fundur, fundargerð Búrfells nr.658 var lesin og samþykkt, matarhlé, síðan liðurinn önnur mál. Forseti okkar, Sævar Eiríksson hafði undirbúið kynnisferð með þessa góðu gesti austur í Ölvisholt í Flóahreppi. Tilgangur ferðarinnar var að kynna gestum hið nýja brugghús, sem þar var sett á stofn í byrjun árs 2008 í ónotuðum peningshúsum.
Húsakynnin eru tveir  skálar og  hinir glæsilegustu. Í öðrum skálanum eru gljáfægðir  stáltankar, sem bruggið og gerjunin fer fram, en í hinum skálanum fer átöppun fram og þar er einnig vörulagerinn.
Í fyrstu voru gestir alvörugefnir, meðan lýsing fór fram á  vinnslurásinni. Brátt tók svo við  annar kafli móttökunnar. Öllum gestum var gert að smakka á framleiðslunni og meta gæði hennar bæði bragð og styrkleika. Þá fór yfirbragð  okkar að breytast.  menn fylgdust minna með fróðlegri frásögn um framleiðsluna, en nýttum okkur betur að bragða á þeim bjórtegundum sem framleiddar eru.  Í  boði var að smakka á  Skjálftanum sem er  4,2 %, síðan tók við að kanna Móra og  Þorrabjórinn, Munngát og Lava, sem er eins konar Stát öl. Það sterkasta sem boðið var upp á var um 9% að styrkleika.
Þeir sem höfðu mestan áhuga á framleiðsluaðferðum komust að þeirri  niðurstöðu að bjórbruggun yrði aldrei heimilisiðnaður,að neinu marki.
Það sem  lesendur mega vita að í hópnum voru aðeins þolgóðir menn, en til öryggis komu Hraunborgarfélagar á rútu frá Hópbílum með bílstjóra sem var algjör “bindindis maður” skal þess getið að enginn var þarna sem ráðgerði að hreyfa ökutæki næstu 6 klukkutímana.
Þarna var dvalið í  rúma klukkustund, en síðan var ekið  til baka út á Selfoss og þar skildu leiðir,  Hraunborgarfélagar lögðu á heiðina með varabirgðir sem þeir höfðu með.
 
Skjálftinn, sem kominn var í fulla framleiðslu áður en skjálftinn reið yfir  29. maí, vakti óskipta athygli. Sala á honum gengur  vel bæði innanlands og  t.d. í Danmörku.

 
 

Skjálftinn er góður skiljið þið það
Skjálftinn er gjörður með stolti.
Skjálftinn er hérna skráður á blað
Skjálftinn í Ölvisholti.
Hjörtur Þórarinsson Búrfelli

Staðreyndir notaðar úr fyrri skrifum
Hjartar.

Hrafn Sveinbjörnsson
            Búrfelli

Ljósmyndir frá ferðinni.....

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimsókn  Eldborgar til Búrfells 6. febr. 2009

Nokkrir félagar úr kiwaniskl. Eldborg, undir foystu Bergþórs Ingibergssonar forseta, komu í heimsókn til Búrfells föstudaginn 6. febrúar.
Forseti okkar, Sævar Eiríksson hafði undirbúið kynnisferð með þessa góðu gesti austur í Ölvisholt í Flóahreppi. Tilgangur ferðarinnar var að kynna gestum hið nýja brugghús, sem þar var sett á stofn í byrjun árs 2008 í ónotuðum peningshúsum
Húsakynnin eru tveir  skálar og  hinir glæsilegustu. Í öðrum skálanum eru gljáfægðir  stáltankar, sem bruggið og gerjunin fer fram, en í hinum skálanum fer átöppun fram og þar er einnig vörulagerinn.
Í fyrstu voru gestir  með undrunarsvip og  jafnvel alvörugefnir, meðan lýsing fór fram á  vinnslurásinni. Brátt tók svo við  annar kafli móttökunnar. Öllum gestum var gert að smakka á framleiðslunni og meta gæði hennar bæði bragð og styrkleika. Þá fór yfirbragð  okkar að breytast. Sú breyting  mun kannske sjást á myndum sem teknar voru í ferðinni.   Breytingin varð á þann veg að við urðu  glaðir á svipinn, fylgdust minna með fróðlegri frásögn um framleiðsluna, en nýttum okkur betur að bragða á þeim bjórtegundum sem framleiddar eru.  Í  boði var að smakka á  Skjálftanum sem er  4,2 %, síðan tók við að kanna Móra og  Þorrabjórinn, Munngát og Lava, sem er eins konar Stát öl. Það sterkasta sem boðið var upp á var um 9% að styrkleika.
Það sem  lesendur mega vita að í hópnum voru aðeins þolgóðir menn, en til öryggis  skal þess getið að enginn var þarna sem ráðgerði að hreyfa ökutæki næstu 6 klukkutímana.
Þarna var dvalið í  rúma klukkustund, en síðan var ekið  til baka út á Selfoss og tekinn góður snæðingur á veitngastaðnum Kaffi Krús. Þar  var svo setið og spjallað saman í góðu yfirlæti fram til kl. 23,00
Skjálftinn, sem kominn var í fulla framleiðslu áður en skjálftinn reið yfir  29. maí, vakti óskipta athygli. Sala á honum gengur  vel bæði innanlands og  t.d. í Danmörku.

Skjálftinn er góður skiljið þið það
Skjálftinn er gjörður með stolti.
Skjálftinn er hérna skráður á blað
Skjálftinn í Ölvisholti.

Hjörtur Þórarinsson
          Búrfelli

Ljósmyndir frá ferðinni.....

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Svæðisstjóri Sögusvæðis
Lt. Governor Saga-Division 4

Stefán B. Jónsson
Vogabraut 1, 780 Höfn
Hs 478-2541 gsm 894-6541
Netfang: stefan@martolvan.is
Kiwanisklúbburinn Ós
Maki: Sigríður S. Kristinsdóttir

 


Svæðisráðsfundir:
14. mars 2009 í Þorlákshöfn

Kjörsvæðisstjóri:  
Svæðisritari:
Meðstjórnandi:  
Fráfarandi svæðisstjóri: Birgir Sveinsson Helgafelli

 

 

 

 

 

 

 

 


UMHVERFIÐ Útgefandi Kiwanisklúbburinn Búrfell.
Hér til hægri má klikka með músinni til að skoða blaðið.

 

 

 

 

 


Aðalfundur 2008

Aðalfundur var haldinn að Flúðum 7. maí , sjá ljósmyndaseríu frá fundinum.              myndir....

 


Afhending Reiðhjólahjálma í maí 2008 á Selfossi.

 

Reiðhjólahjálmarnir eru landsverkefni Kiwanis umdæmissins, styrkt af, afhending fór fram með aðstoð Lögreglu og Björgunarfélagi Árborgar. Grunnskólarnir í Árborg og foreldrafélög viðkomandi skóla komu að afhendingunni. Eftir afhendingu hlálmanna og úttekt lögreglu á reiðhjólunum var hjólað í fylgd lögreglu í Vallarskóla og ver dregið í spurningakeppni og þrenn verðlaun veitt vinningshöfum sem verslunin Hjólabær gaf.

                      Hrafn Sveinbjörnsson.

Svo ein vísa með vorinu sem Hjörtur Þórarinson orti:

Vorið tók sér vetrarfrí
vindur skók allt laust í festum
skýjastrókar skyggðu á ný
skjálfti jókst hjá vorsins gestum

 

Afhending rei ðhjólahjálma til 7 ára barna var gerð í tólfta sinn hjá kiwanisklúbbnum Búrfelli laugardaginn 3. maí  Framkvæmdin hefur verður með svipuðu sniði öll þessi ár.
Lögreglan skoðaði  reiðhjólin hjá börnunum. Félagar í Björgunarfélagi Árborgar og kiwanisklúbbnum Búrfelli afhentu hjálmana og stilltu þá á höfuð hvers barns. Límmiði með nafni barnsins var settur  inn í hjálminn.
Eftir skoðun og afhendingu hjálmanna var hjólað í lögreglufylgd að Vallaskóla þar annaðist foreldrafélagið um léttar veitingar.
Verslunin HJÓLABÆR  hafði undirbúið  sérstaka hjólagetraun og þar voru þrjú nöfn  dregin út og þau börn fengu smá gjöf frá Hjólabæ.

Hverjir gefa hjálmana?
Eimskip hf stóð að öllum kostnaði við innkaup og flutning á hjálmunum. Þetta er fimmta árið sem Eimskip veitir þessa öryggisþjónustu til allra  7 ára barna á Íslandi.
Áður höfðu einstakir klúbbar annast þetta verkefni hver á sínu félagssvæði.  Kaldbakur á Akureyri mun hafa byrjað með þetta verkefni 1991 og annaðist innkaup á hjálmunum. Búrfell byrjaði  1997 og fékk hjálma hjá Kaldbak en síðar hjá öðrum innflytjendum.  Tryggingafélögin  TM, VÍS og Sjóvá styrktu þessa starfsemi okkar 7 fyrstu árin, en síðan tók Eimskip verkefnið að sér.

Þrír hjálmar brotna, enginn slasast.
Hver er ávinningur af þessu  landsátaki?   Strax á þriðja ári vissum við um þrjú slys í umferðinni á Selfossi þar sem þrír hjálmar brotnuðu hjá hjólríðandi börnum.  Ekkert barnanna slasaðist á höfði.

           
Hjálmur þétt um höfuðið
höggum á að varna.
Eimskip veitir verðmætt lið
að verjast slysum barna.

Hjörtur Þórarinsson
Kiwanisklúbburinn Búrfell


Sjá Ljósmyndir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Forseti  Búrfells Hilmar Þ. Björnsson fór til Vestmanneyja 6.október
á 40 ára afmæli Helgafells með kveðju frá Búrfelli og Gullfossi
 

Kiwanisklúbburinn
Helgafell 40 ára
6. okt. 2007

Hjá fertugum klúbbi er  fjörið í kvöld
framsæknir drengir á velli.
Hugmynda frumkvæði fest hefur völd
það er fagnað í Helgafelli.

Hver veitti höfninni öryggisljós?
Hver veitti lóðs allt í hvelli?
Hver fann upp ýmislegt annað til sjós?
Allt kom frá Helgafelli.

Hver fann upp hnappinn, ef neyð steðjar að
og  hönnun á björgunarbelti?
Helgafell stefnufast styrkveitti það,
stórgrýti úr götunni velti.

Fíknibölsvarnir á fjölbreytta lund,
því fjölmargir renna á því svelli,
og eldvarnarteppi á örlagastund,
Allt kom frá Helgafelli.
-----------
Helgafell með handbrögð virk
Helgafelli vaxi gengi.
Helgafell með hetjustyrk.
Helgafell á góða drengi.

Hjörtur Þórarinsson

Hamingjuóskir frá
Búrfelli og Gullfossi. 

 

 

Beiðni kom frá Póllandi

 Í byrjun maí kom beiðni frá Kíwanisumdæminu í Póllandi hvort Kíwanisumdæmið Ísland Færeyjar gæti útvegað eitthvað af skólavörum fyrir barnaskóla, sem yrði afhent á þinginu til skóla í Sopot.

 Ein af gestum  Búrfells Þórey Magnúsdóttir, fékk Landsbanka Íslands til að gefa 100 skólatöskur.
Sem við félagarnir höfum verið að safna í pennaveskjum, ritföngum o.fl.
Viljum við þakka þeim fyrirtækjum sem hafa styrkt okkur, í þessu góða verkefni.

 

Búrfell átti þrjá fulltrúa á Evrópuþingi

Hrafn Sveinbjörnsson, Hilmar Þ. Björnsson, Diðrik Haraldsson.
Gestir okkar voru:
Elín Eltonsdóttir, Þórey Magnúsdóttir, Jón Helgason

 

 Byrjun ferðar  Mánudagur 28. maí. 

Flogið var kl. 8.30 um morguninn í beinu flugi til Gdansk og komið þangað um klukkan 14:20. Haldið var til héraðsins Warminsko – Mazurske. Voru þetta. 275 km. Klukkan var að ganga níu um kvöldið þegar við komum til bæjar sem heitir Mikolajaki.  Þar beið okkar glæsilegt 667 herbergja Hótel Golebiewski við vatnið Talty. Á hótelinu voru stórglæsilegar sundlaugar af ýmsum gerðum, nuddpottar, sána og frystiklefi fyrir þá hraustustu og önnur tækifæri til heilsuræktar. Þarna voru þrjár vatnsrennibrautir og var mér sagt að þær væru til samans ca. 500 metrar á lengd, enda náðu þær upp á sjöttu hæð hótelsins.  Þarna var dvalið í 3 nætur við gönguferðir og siglingu á vatninu. Svæðið þarna í norð-austur hluta Pólands er sagt vera eitt það hreinasta í Póllandi, heillandi umhverfi, falleg vötn og allmargir þjóðgarðar. Þarna er margt hægt að gera sér til gamans t.d. kajakaferðir, sigling um vötnin, náttúruskoðun svo og ganga sér til ánægju og heilsubótar í þessu frábæra umhverfi. Svo sakaði nú ekki að ágætar verslanir voru í bænum og virtust þær vinsælastar sem seldu skartgripi gerðum úr Amber steinum eða Raf eins og við þekkjum það.

Fimmtudagur 31. maí.
Ekið til baka 320 km,  með viðkomu  í  Malbork 200.000 manna borg  sem á að hafa  staðið af sér tvær heimsstyrjaldir óskemmd. Hún er nú á heimslista Unesco. Þótti okkur það vera nokkuð ýkt, hafði ég á orði að hún hafi sloppið nokkuð vel í gegnum tvær styrjaldir. Þaðan var haldið til Sopot þar sem þingið var haldið. Ferðanefndin  pantaði hótel sem átti að taka  í notkun í febrúar s.l. Framkvæmdum seinkaði og við vorum fyrsti stóri hópurinn sem kom þar inn. Það heitir Hótel Villa Aqua, þriggja stjörnu hótel það er um 100 m niður að sjó og 500 m niður í miðborgina.
Nú var það tilbúið og allt hið glæsilegasta.

Föstudagur 1. júní
Þingsetning og vináttukvöldverður var að  mestu undir berum himni.
Á þingsetningunni voru gjafir til skólanna afhentar, komu þrír hópar frá mismunandi skólastigum, grunnskóla, framhaldsskóla og sérskóla fyrir þroskahefta. Ríkti mikil gleði meðal þeirra með gjafirnar.
Þarna sá ég að   K E P. verkefni Evrópustjórnar á fullan rétt á sér. En það þarf að vanda sig vel, við að  velja skóla til að aðstoðin skili sem bestum árangri. Við getum verið stolt af því sem kom frá íslenska umdæminu.
Það sést þegar maður fer um norður hluta Póllands að þar er mikil fátækt . Ég hefði heldur vilja sjá afhendinguna fara fram í skólunum, þá hefðum við séð betur hvar skórinn kreppir helst að. 

Vináttu kvöldverðurinn byrjaði með kokteil skemmtiatriðum og söng.  Þar var boðið upp á hlaðborð, svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þegar farið var heim á hótelið, villtist  fjármálastjóri heimsstjórnar á bílum og kom með okkur á hótelið var hann með okkur um stund og skemmti hann sér hið besta, bæði í bílnum og á barnum á hótelinu.

Laugardagur 2. júní.
Það var farið snemma á fætur til að mæta á þingið. Þar voru margar ræður haldnar um störf Evrópustjórnar og framtíðarhorfur. Tók ég mest eftir einni ræðunni,  það var ræða fjármálastjóra heimsstjórnar. Hann sagðist aldrei hafa villst eins skemmtilega og þegar hann lenti í rútunni með Íslendingunum kvöldið áður. Það yrði sér ógleymanlegt.

Lokahófið var haldið í garði rétt hjá  hótelinu okkar í stóru tjaldi. Var þar byrjað á fordrykk  meðan verið var að koma sér fyrir. Þar var borinn fram þriggja rétta máltíð, og svo var stíginn dans. Að lokum var gengið heim.   

Sunnudagur 3. júní.
Farið var frá Sopot um hádegi Ekið suður veg E-75 til Lods 383 km. Á leiðinni skoðuðum við borgina Tourn.  Við stönsuðum í gamla miðbænum þar er falleg á sem liðast um bæinn. Eftir gönguferð um bæinn og næringu var haldið áfram til Lodz sem er frekar ung borg og hefur ekki þennan gamla miðbæ sem víða er að finna í pólskum borgum. Hún er önnur stærsta borg Póllands með um 900.000 íbúa. Mesta fjölgun hefur sennilega orðið á 19 öld þegar Lods varð miðstöð fataiðnaðar í landinu. Nú á tímum er Lodz einnig heimsþekt fyrir kvikmyndaskólann sem útskrifar þekkta listamenn á því sviði. Hluti hópsins gekk um hverfi gömlu spunaverksmiðjanna. Það er aðdáunarvert hvernig Pólverjarnir eru að byggja upp húsin og finna þeim nýtt hlutverk og mynda í leiðinni vistlegt og skemmtilegt svæði fyrir útiveru og viðskipti í miðbæ Lods.Við gistum á Hótel Centrum.
Mánudagur 4. júní. 
Ekið til Krakow  270 km. það  er 740.000 manna borg og er þriðja stærsta borg Póllands. Hún er með áhugaverðari borgum Póllands. Athyglisverðir staðir standa þétt og sagan nær aftur til steinaldar. Þar gistum við þrjár nætur á Hótel Andels Cracow í miðborginni. Þetta er glænýtt hótel sem verið var að taka í notkun viku fyrir komu okkar. Boðið var í nokkrar skoðunarferðir. Skoðaður var kastali frá um 600 eftir Krist. Farið var í gyðingahverfið, Nutum við góðrar þýðingar og leiðsagnar sr. Kristjáns Björnssonar forseta Helgafells. Vonandi setur hann eitthvað á blað um ferðina, þar er mikinn fróðleik að finna.      
Farið var til útrýmingarbúða nasista. Þeir byggðu flestar afkastamestu útrýmingarbúðir sínar í Póllandi. Ein af þeim þekktari Auschwitz, er ekki langt frá Krakow. Ég fór ekki þá ferð,  en fólk sagði að þessar hörmungabúðir hafi haft mikil áhrif á sig.
Rétt sunnan við Krakow í Wielliczka eru frægar saltnámur sem hafa verið starfræktar í 900 ár. Það var stórkostlegt að fara niður í námurnar. Þær ná niður á 245 metra dýpi Þar er kapella sem Páll páfi predikað meðan hann var kardináli í Póllandi . Þarna voru mörg önnur listaverk gerð úr saltsteini. Gerð af verkamönnunum sem unnu þar

Fimmtudagur 7. júní. 
Þá var lagt af stað til Zakopone en þangað eru  110 km í átt að Tatarafjöllunum en þau eru 51 km. löng og um 18 km. breið. Í Pólandi er aðeins 1/5 hluti fjallana en hinn hlutinn er í Slovakíu eins og þeir þekkja sem voru með okkur á þinginu í Tékklandi. Þar fóru Ester og Jón Vilhjálms upp á fjallið og horfðu yfir til Póllands. Við gistum í 4 nætur á Hótel Belvedere, 4* hótel sem er í göngufæri frá göngugötu bæjarins.
Í Tatrafjöllunum eru um 70 skíðastaðir. Zakopone er einn þeirra, 30.000 manna bær sem stendur undir fjöllunum með fallegt útsýni. Þar er að finna góð hótel og vinsæl skíðalönd þó snjóa hafi leyst þegar við vorum þarna á ferð. Þar er skíðastökkpallur sem skíðastökvarar æfa sig líka á sumrin á sérstökum stökkskíðum. Zakopane er 800 – 1000 metra yfir sjó. Þar eru 18000 gistiherbergi í boði á Hótelum og gistiheimilum.
Saga Zakopane nær 400 ár aftur í tímann. Borgin byggðist upp í kringum landbúnaðarframleiðslu sem eðlilegt er því borgin var nú ekki alveg í alfaraleið. Nú heimsækja hinsvegar 3 milljónir manna borgina árlega.
Mesta viðurkenning borgarinnar sem fyllti borgarbúa stolti var þegar Jóhannes Páll Páfi II heimsótti borgina en hann hafði mikið dálæti á Tatrafjöllum og Zakopane allt frá barnæsku.
Við fórum upp á fjallið Gubatowka sem er um, 300 m hátt. Upp fjallið fórum við í togbraut  og gengum eftir fjallinu að stólalyftu sem við fórum í niður. Þarna uppi var fagurt útsýni til allra átta.                                                                  
Farið var að stöðuvatninu  Morskie Oke sem  er í 33 km. fjarlægð frá Zakopone. Við fórum í rútunni eins langt og hægt var að komast. Þeir hörðustu gengu upp að vatninu en aðrir tóku sér far með hestvögnum og loks þurfti að ganga í 20 mínútur að vatninu 
                                                                 
Mánudagur 11. júní. 
Ekið til Krakow og haldið heim í beinu flugi síðdegis
Komið til Keflavíkur kl.22.00 um kvöldið.

Hrafn Sveinbjörnsson

 

   Eftirtalin fyrirtæki studdu okkur.

Landsbanki Íslands.
Penninn Reykjavík.
Alvörumenn ehf. Selfoss.
Sparisjóðurinn Keflavík.

 

   Þakkarkveðja til fyrirtækjanna.

Töluverð menntunar örbirgð finnst enn,
umhyggja mun besta vörnin.
Einlæga þökk fá þeir athafnamenn,
sem aðstoða fátæku börnin.

Hj.Þ

 

 Sérstök skilgreining:

Hugulsemi heitir það
að hafa til þess næmi,
að framkvæma og finna hvað
fólki albest kæmi.

Hj
F.h. Kíwanisklúbburinn Búrfell.
Ragnar R. Magnússon Forseti