Ferð Kiwanismanna til
Austurríkis 3.- 17. júní 2008

Hjörtur Þórarinsson

Móttöku athöfn hér inni 
umdæmisstjórinn oss veitir.
Ítrekuð ósk hans ég kynni,
þú ánægður velgjörðir neytir.

Við njótum hér gæða og gagna, 
gefandi kiwanisferðir.
Foringja Gylfa skal fagna,
við fögnum og þökkum hans gerðir.

Hjörtur Þórarinsson

                 Sérstakar  þakkir  fengu foringjarnir  sem skipulögðu ferðina
                 Björn  Baldvinsson og Diðrik Haraldsson.   
 

Við fórum á fjarlægar slóðir,
fegurðin öruggt var  bókuð.
Þið frábæru foringjar góðir,
fagnandi með okkur tókuð.

Að leiðseigja, þjóna og leiða 
og leiðindi fyrirbyggja,
en mistökum öllum að eyða 
eruð þið jafnan  að tryggja.

En eigum við allt þetta skilið 
í einum og sama pakka.
Því mjótt er oft millibilið,
að muna eða gleyma að þakka.

Í fimmtíu manna flokki 
er framkvæmdin bundin vanda.
Einn vill oft æða á skokki,
en annar í búðrápi standa.

 

                      Einstaka hliðarskref voru stigin framhjá fararstjórum

Erfitt er einum að hygla,
hjá öðrum er loftferða hræðsla.
Einum var auðvelt að smygla,
en ítrekuð verslunar fræðsla.

Þótt einhverjir séu hér einir,
en einn sér til þriggja kvenna.
Annmarkar eru ei neinir 
það er ekki Didda að kenna.

Allir sem eitthvað sín mega,
ættu ekki á hraðskrið að nenna
Þó vont væri vínföng að teygja,
það var ekki Didda að kenna.

Þolganga þriggja hæða,
er þrekvirki hreystimenna.
Það er ekki um það að ræða,
það er ekki Didda að kenna.

Fegurðar fræðslu kynning, 
sem  frú ein sér ætlaði að taka,
varð erótísk ofsa ginning. 
Er um þetta Didda að saka?

Óvænt fer oftast að rigna 
og úrhellis flóðin renna.
Á göngu er dýrðlegt að digna.
Má Didda um þetta að kenna?

Eitt náttfata partý ég nefni 
um nöfnin fer besta að þegja.
Það væri samt  ánægju efni,
ef engillinn frá vildi segja.

En er ekki erfitt að lifa
 atburð í lofthræðslu kláfi?
Einn  var hér aleinn að skrifa 
og aðrir í verslunar ráfi.

Um samninga sigur ég ræði,
saman þeir voru í ráðum.
Allir í fríu fæði við fögnum
drengjunum báðum.

Kiwanis liðsheildin lokkar,
lífið er öllum til gamans.
Duglegir drengirnir okkar,
þeir Diddi og Böddi til samans.

Ekki er hún Sara neitt síðri,
þeir sendu hana á undan á hjóli
Þökk á hún betri og blíðri  
það birtist í einlægu hóli.

 

                      Á síðasta degi ferðarinnar, 17. júní,  voru kveðjur fram bornar.

Nú líður að loka stundu,
leiðin til baka er hafin.
Í ferðinni allir vel undu
umhyggju og forsjálni vafin.

                     Í sameiginlegan ferðasjóð greiddum við 32.000, kr.
                    Úr þeim sjóði var greitt  fyrir kvöldverð flesta dagana
                    auk ferðakostnaðar og aðgangs á söfn og sýningar.

Gjaldeyris gangverkið snerist  
sem gengishæð Evrunnar breytti.
Hjá ykkur þótt annað eins gerist 
aldrei á blindskeri steytti.

Furðuleg fjármála snilli 
með fjármagn  það sem  að við greiddum.
Snilld fer ei mála í milli,
en miklu við sjálf hérna eyddum.

Ferðir um fjallbratta vegi 
og fljótandi vatna báta,
Gjaldtakan gilti þar eigi,
af góðmennsku megið þið státa.

Í náttúru nýtísku safni 
neitaði Diðrik að svara,
söngur hans sífellt  sá jafni 
sagði hann: Komið þið bara.

Alsæl í heimferð  skal halda 
heimþrá á mannskap mun leita.
Þakklætið fimmtug falda með
fagnaðar klappi skal veita.
-----------
Gagnvegi góðir hér liggja
og glitra í kiwanis arfi.
Ánægju öll munum þiggja,
ákafinn hugsjóna djarfi
Upp skulum áfram byggja, 
 einlægu kiwanis starfi.

 

Ýmis skemmtileg atvik gerðust í ferðinni.

Victor Alexander Guðjónsson  var yngsti þátttakandi ferðarinnar 12 ára piltur. Hann taldi  inn í bílinn eftir hverja áningu og vísaði frá ef óboðnir gestir  settust að hjá okkur.   Þá annaðist hann sölu á drykkjarföngum í öllum ferðum. Einnig tók hann að sér dagvist  barna á einu hótelinu. Tvívegis veitti hann konfektmolum til allra. 

Bílþjónninn bráðfimur drengur.
býður fram konfektið gjarna.
Á hóteli glaður fram gengur 
og grípur í pössun smábarna.

Ef þú talar íslensku 
inn í bíl ég tek þig,
en ef þú talar útlensku 
út úr bíl ég rek þig.

Talna fimur teljari,
tiplar fram og aftur.
Afar seigur seljari 
sífellt nægur kraftur.

                   Hrafn Sveinbjörnsson bjó sig vel til ferðarinnar. Auk sinnar ágætu konu 
                   hafði hann tvær aðrar með sér  aðra á hliðarlínunni en hina  í aftursætinu

Hrafn á flugi hefur tvær 
og hlúir vel að sínu
Með eiginkonu  aðeins nær 
en aðra á hliðarlínu.

Hliðarlínu-húsfreyjan 
Hrafn í skyndi rændi.
Í hljóði tókst vel hugleiðslan,
þar heyrðist  “símavændi”.

Á strætisvagna strákur kann,
en strákinn enn má þjálfa.
Með aftursætis ökumann, 
en ekki frúna sjálfa.

Á ferðalögum farsæld best,
að finna hvar sé  skjólið.
Á Hrafni mínum heppnin sést 
hann hefur þriðja hjólið.

Tími Ellu tók sér stað 
tækifærið kynni.
 Hrafn að lokum hallaðist 
að  húsfreyjunni sinni.

                     Diðrik lenti í smávegis  villu og hremmingu

Vandræðin þar voru tóm 
var það afar miður
Berfættur  á bandaskóm 
bjargaðist Diddi niður.

 

                     Á Galasamkomu á Dóná

Skála gleði skal nú gerð 
skálaviðmót  sýni.
Skál fyrir góðri skemmtiferð,
við skálum í rauðu víni.

Veglegar bestu veitingar 
viðurkenningar skráðar.
Ég dásama báðar dömurnar 
ég drakk út á þær báðar.

                    Mistök urðu í farþegaskráningu í Keflavík.

Flugleiða ferðamál kynni, 
framkvæmdin stundum hál.
ef mistök sem eru þar inni, 
er úrlausnin lipur  og þjál.
að smygla henni Sigríði sinni 
fannst Sigurði ekkert mál.

 

                      Vinargjöf frá Sigurði.

Á barnum hitti vinur vin 
að vinum er  gott að hlúa.
Sigurður helti Gini í gin
á gömlum Selfossbúa.

                     Gylfi hafði tengdamömmu með auk konu sinnar.

Gylfi er vanur að voga 
en vitið þið öll um hans gerðir
með tengdamömmu  að toga 
taumlaust í kiwanis ferðir.

                    Almennar leiðbeiningar voru lagðar fram:

Á ferðum enga drykkju dá, 
drykkju skulum spara,
því yfir strikið enginn má 
ætla sér að fara.

                  Húsbóndavald yfir lyklum á herbergjum riðlaðist.

Kvenfrelsis stjórnvald er kynningarvert,
því komin er nýja öldin.
Húslyklum fjölgað og fleira er gert,
fjölskyldu átök á kvöldin.
Húsbóndavaldið er hóflega skert,
húsfreyjan yfirtók völdin.

                  Heillakveðja í tilefni  sextugsafmælis  Guðlaugar Jónsdóttur og
                 Þóreyjar Magnúsdóttur.

Sextugum er fengið flest,
sem fyllir lífið allra best.
Framtíð fögrum sýnum.
Langt er þar til sólin sest  síðla
dags það metum mest.
Heill sé þér og þínum.

Hjörtur Þórarinsson